Íslendingasögur

Bjarnar saga Hítdælakappa

Björn Hítdælakappi er ein litríkasta hetja Íslendingasagna og gott skáld. Björn er afkomandi Skalla-Gríms og hann var um tíma í æsku á ættarsetrinu Borg á Mýrum og ekki ólikur ömmubróður sínum Agli Skalla-Grímssyni. Hann trúlofaðist ungur Oddnýju eykyndli en hélt síðan utan og vann frækileg afrek í austurvegi. Hann kynntist Ólafi konungi Haraldssyni og þáði af honum góðar gjafir. En Björn átti sér öfundarmann sem sveik af honum unnustuna. Sagan snýst einkum um átök þessara tveggja kappa og gengur þar á ýmsu. Oddný eykyndill er alltaf nálæg, og ástarneistinn lifir á milli hennar og Björns.

Bjarnar saga Hítdælakappa var áður talin ein elsta Íslendingasagan en nú telst hún meðal hinna yngri. Hún er illa varðveitt en býr yfir miklum krafti og dulúð.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 104

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :